Fimm frá SA á HM í Tallin

Fimm leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar eru í eldlínunni með U20 ára landsliði karla í íshokkí sem hóf leik í dag á Heimsmeistaramótinu í 2.deild, sem fram fer í Tallin í Eistlandi. Þessir leikmenn eru Andri Freyr Sverrisson, Gunnar Darri Sigurðsson, Ingólfur Tryggvi Elíasson og bræðurnir Jóhann og Hilmar Leifssynir.

Mótherjar Íslands eru ekki af lakari endanum en það eru Belgar, Spánverjar, Frakkar, Hollendingar og Eistar. Íslensku strákarnir lögðu Belga 5:1 í dag í fyrsta leiknum og mæta Eistum annað kvöld, en mótið stendur yfir til 19. desember.

Þjálfari Íslands er Josh Gribben en leikmannahópurinn er eftirfarandi:

Markmenn 

Ævar Björnsson
Daníel Freyr Jóhannsson 

Varnarmenn 
Snorri Sigurbjörnsson
Róbert Freyr Pálsson
Carl Jónas Árnason  
Sigursteinn Atli Sighvatsson
Steindór Ingason

Sóknarmenn

Arnar Bragi Ingason
Tómas Tjörvi Ómarsson
Kristján Friðrik Gunnlaugsson
Mathias Máni Sigurðarson
Björn Róbert Sigurðarson
Brynjar Bergmann
Aron Orrason

Nýjast