25. september, 2010 - 00:39
Síðastliðið miðvikudagskvöld handtók lögreglan á Akureyri fjóra menn í bifreið við Giljaskóla. Grunsemdir höfðu
vaknað um að tveir mannanna, bræður um tvítugt, stæðu í fíkniefnasölu og styrktist sá grunur þegar lögreglan fann nokkra poka
með marijuana á mönnunum. Að fengnum dómsúrskurði framkvæmdi lögreglan í framhaldinu húsleit á dvalarstað bræðranna
og fann þar um 70 grömm af marijuana til viðbótar.
Hluta efnisins hafði verið pakkað í sölueiningar. Við húsleitina haldlagði lögregla einnig peninga sem taldir eru hagnaður af
fíkniefnasölu. Auk þessa var ökumaður bifreiðarinnar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Bræðurnir voru yfirheyrðir daginn eftir
og játaði annar þeirra að hafa staðið í fíkniefnasölu og sagði bróður sinn hafa aðstoðað sig við söluna. Sá
kaus að tjá sig sem minnst um málið. Málið telst upplýst en lögreglan minnir sem fyrr á fíkniefnasímsvarann 800-5005 þar sem
koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamisferli