Fíkniefnaeftirlit á Siglufirði

Lögreglumenn frá Akureyri, Ólafsfirði og Siglufirði auk manna frá sérsveit Ríkislögreglustjóra voru með fíkniefnaeftirlit á Siglufirði í gærkvöld. Framkvæmd var m.a. húsleit á tveimur stöðum þar sem hald var lagt á smáræði af kannabisefnum og hnúajárn á öðrum staðnum og fimm kannabisplöntur á hinum auk tækja til ræktunar og kannabisfræ.   

Tveir aðilar voru handteknir í tengslum við málin en látnir lausir að loknum skýrslutökum. Málin teljast upplýst. Við eftirlitið var notaður fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Akureyri.

Nýjast