FH skaut KA úr keppni

Íslandsmeistararnir í FH unnu öruggan 3:0 sigur gegn KA á Kaplakrikavelli í kvöld, er liðin áttust við í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu. Ólafur Páll Snorrason skoraði tvívegis fyrir FH og Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt mark. Þar með eru FH- ingar komnir í undanúrslit keppninnar. Upplýsingar um markaskora eru fengnar frá mbl.is.

Nýjast