Mikill óánægja er í farþegahópnum með þessa ráðstöfun en flugvélin á að fara á loft frá Egilsstöðum nú eftir hádegið. Farþegum var sagt að ástæða þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri hefði verið suðvestanstrekkingur. "Það bærðist ekki hár á höfði okkar þegar við gengum út í rúturnar á Akureyri," sagði Margrét Þóra Þórsdóttir, einn farþeganna í samtali við Vikudag nú í hádeginu en hún var þá rétt komin til Egilsstaða ásamt öðrum farþegum, eftir um þriggja tíma rútuferð. Framundan er svo 6 klukkutíma flug til Rhodos.
Margrét Þóra sagði farþegarnir hefðu verið þess fullvissir að íslenskir flugmenn hefðu ekki sett það fyrir sig að lenda á Akureyri, enda var ágætis veður á þeim tíma sem vélin átti að lenda þar. Það hefur áður gerst að erlendir flugmenn hafi ekki treyst til að fara ofan í Eyjafjörðinn og lenda á Akureyri.