Fanndís hlaut Djáknabikarinn á Gæðingamóti Léttis og Goða

Gæðingamót Léttis og Goða í hestaíþróttum fór fram á Akureyri sl. helgi. Að þessu sinni var það Fanndís Viðarsdóttir sem hlaut Djáknabikarinn. Þóra Höskuldsdóttir hlaut Þytsbikarinn en bikarinn hlýtur það barn eða unglingur sem hlýtur hæstu einkunn í forkeppni. Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

A flokkur
A úrslit
1. Birgir Árnason/ Eyvör frá Langhúsum.
2. Höskuldur Jónsson/ Sámur frá Sámsstöðum.
3. Jóhann Magnússon/ Hugsýn frá Þóreyjarnúpi.

B flokkur
A úrslit
1. Helga Árnadóttir/ Þruma frá Akureyri.
2. Guðmundur Tryggvason / Sóldís frá Akureyri.
3. Höskuldur Jónsson/ Þytur frá Sámsstöðum.

Ungmennaflokkur
A úrslit
1. Jón Herkovic / Nastri frá Sandhólaferju.
2. Örvar Freyr Áskelsson / Prins frá Garðshorni.
3. Stefanía Árdís Árnadóttir / Vænting frá Akurgerði.

Unglingaflokkur
A úrslit
1. Fanndís Viðarsdóttir / Brynhildur frá Möðruvöllum.
2. Árni Gísli Magnússon / Styrmir frá Akureyri.
3. Guðlaugur Ari Jónsson / Gamli-Bleikur frá Syðri-Ey.

Barnaflokkur
A úrslit
1. Þóra Höskuldsdóttir / Gæi frá Garðsá.
2. Sara Þorsteinsdóttir / Svipur frá Grund II.
3. Ólafur Ólafsson Gros / Leiftur Macqueen frá Tungu.

Töltkeppni
A úrslit 1. flokkur
1. Birgir Árnason / Týr frá Yzta-Gerði.
2. Helga Árnadóttir / Þruma frá Akureyri.
3. Höskuldur Jónsson / Þytur frá Sámsstöðum.

Töltkeppni
A úrslit Unglingaflokkur
1. Árni Gísli Magnússon / Styrmir frá Akureyri.
2. Fanndís Viðarsdóttir / Brynhildur frá Möðruvöllum.
3. Nanna Lind Stefánsdóttir / Vísir frá Árgerði.

Töltkeppni
A úrslit Barnaflokkur
1. Ólafur Ólafsson Gros / Fjöður frá Kommu.
2. Þóra Höskuldsdóttir / Eldur frá Árbakka.
3. Ágústa Baldvinsdóttir / Logar frá Möðrufelli.

Nýjast