Fann vogmey í fjörunni á Gáseyri

Óli Sæmundsson frístundatrillukarl á Akureyri fann sérkennilegan fisk á dögunum í fjörunni á Gáseyri, þar sem hann var á göngu með hundinn sinn. Um er að ræða vogmey, 134 cm að lengd og var fiskurinn lifandi þegar Óli kom að honum. Á síðasta ári fór þessi fisktegund að finnast í fjörum víða við landið og mun það tengjast hlýnun sjávar, að sögn Hreiðar Þórs Valtýssonar lektors við HA.  

Í dag laugardag er opið hús í Háskólanum á Akureyri frá kl. 12-15 og þar er þessi sérkennilegi fiskur m.a. til sýnis. Fjölmargt verður í boði í HA og ættu allir í fjölskyldunni að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið er uppá eru spennandi efnafræðitilraunir, bíósýning á vegum fjölmiðlafræðinema, blóðsykur og blóðþrýstingsmælingar á vegum hjúkrunarfræðinema, þrautalausnir fyrir alla fjölskylduna og fjölmargt fleira.

Nýjast