Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Helga Snæbjarnarsyni formanni skipulagsnefndar. Eins og fram hefur komið afmarkaðist deiliskipulagsbreytingin af Drottningarbraut í austri, Austurbrú í suðri, Hafnarstræti í vestri og bílastæðum í norðri. Skilgreindar voru m.a. tvær nýjar lóðir, Hafnarstræti 78, þar sem gert var ráð fyrir byggingu veitingastaðar og Hafnarstræti 80, þar sem gert var ráð fyrir þjónustustarfsemi fyrir bifreiðastöð og sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti.
Ennfremur segir í tilkynningu formanns skipulagsnefndar: Þann 27. maí sl. samþykkti skipulagsnefnd Akureyrarbæjar að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit í miðbæ Akureyrar. En auglýsing deiliskipulagstillögu er lögbundið skilduverk sveitarfélaga til að kalla eftir formlegum athugasemdum frá íbúum við hugmyndir að skipulagi. Auglýsingafrestur rann út þann 18. ágúst sl. og báurst 30 athugasemdir við tillöguna að meðtöldum tveim undirskriftalistum með 1.868 undirskriftum.