Af þessum heildarfjölda voru 10 sölur árangurslausar og í 11 tilvikum var salan afturkölluð innan samþykkisfrests. Það þýðir í raun að 62 fasteignir skiptu um eigendur. Auk þess er ein fasteign í biðstöðu vegna greiðsluaðlögunar. Þær eignir sem seldar voru á liðnu ári skiptust þannig að 32 eignir töldust vera fullbyggt húsnæði, þar af heimili gerðarþola í 13 tilvikum, en aðrar fasteignir voru ýmist auðar eða í útleigu. Þá voru seldar 20 eignir þar sem um var að ræða íbúðarhúsnæði í byggingu, tvö fjölbýlishús og ein raðhúsíbúð. Atvinnuhúsnæði var selt í 8 tilvikum og tvö hesthús voru seld.
Árið 2009 fór fram framhald uppboðs á 95 eignum. Þar af voru 9 nauðungarsölur árangurslausar og 2 sölur afturkallaðar á samþykkisfresti. Það voru því