Eyjafjarðarsveit vann slöguboltann

Handverkshátíð er í fullum gangi enn því opið er í dag frá klukkan 12-19.  Gríðarlegur fjöldi gesta heimsóttu hátíðina í gær og bros var á vörum allra. Eyjafjarðarsveit bar í dag sigur úr bítum í brunaslöngubolta sem sveitarstjórnir á Eyjafjarðarsvæðinu kepptu í.   Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit mættu með lið til keppni í blíðskaparveðri. 
Úrslit voru kunngjörð í fegurðarsamkeppni sem fór fram á vegum Félags landnámshænsna.  Það var Einar Gíslason frá Brúnum sem átti fegursta hanann sem ber nafnið Blandon.  Guðlaugur M Ingason frá Ólafsfirði átti fallegustu hænuna sem ber nafnið Rósa.

Nýjast