Markmið Evrópska tungumáladagsins eru einkum að; vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fjölbreytts tungumálanáms til að auka fjöltyngi og skilning á ólíkri menningu þjóða, stuðla að því að viðhalda fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu og hetja til símenntunar í tungumálanámi, bæði innan skólakerfis og utan þess.
Tungumáladagurinn er hugsaður sem vettvangur til að fagna þessu með því m.a. að sýna fólki í Evrópu hversu mikilvæg tungumál eru og að með því að læra tungumál annarra þjóða eykst gagnkvæmur skilningur og við sigrumst á menningarmun sem skilur okkur að. Þetta kemur fram í Skóla-akri, fréttabréfi skóladeildar Akureyrarbæjar.