KA og Þór verða bæði í eldlínunni í dag þegar 19. umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu
klárast. KA fær Leiknir R. í heimsókn á Akureyrarvöll kl. 15:00 og Þór sækir ÍR heim kl. 14:00. KA-menn sigla lygnan sjó
um miðja deild en Þórsarar eiga í harðri toppbaráttu. Steingrímur Örn Eiðsson, aðstoðarþjálfari KA, er brattur fyrir
leikinn gegn Leikni og segir sína menn eiga ágætis möguleika gegn Leiknismönnum, sem sitja í öðru sæti deildarinnar.
„Mér líst vel á þennan leik og ég vil meina að við séum alls ekki með slakara lið en Leiknir, það er langur vegur
frá því. Ef menn koma vel stemmdir til leiks og eru tilbúnir frá fyrstu mínútu að þá getum við alveg unnið þetta,”
segir Steingrímur, en nánar er rætt við hann í nýjasta Vikudegi.
Vegleg upphitun verður á KA-svæðinu fyrir leikinn og hefst skemmtunin kl. 13:00.