Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að málinu. Í fyrrnefndu bréfi Guðmundar frá því febrúar, var óskað eftir eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu Sjómannadagsráðs og Hrafnistu að uppbyggingu á Oddeyrinni. Er þar um að ræða þjónustu fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og öryggis- og þjónustuíbúðir.