Enn berast góðar fréttir af Helgu Sigríði

Enn berast góðar fréttir af Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára stúlku frá Akureyri, sem liggur á spítala í Gautaborg í Svíþjóð, eftir að hafa fengið hjartaáfall í skólasundtíma fyrir skömmu. "Helga Sigríður er komin til baka. Spjallar og brosir og er æðisleg. Aðgerð á löppinni í dag og svo útskrift af gjörgæslu. Þá tekur barnadeildin við," skrifar móðurbróðir hennar Jón Gísli Egilsson á facebook nú fyrir stundu.

Nýjast