Í fréttinni í gær var sagt frá því að inngangan í þessi meintu jarðgöng væri í gegnum jarðhýsið. Í miðjum göngunum átti að vera stórt rými þar sem Bretar höfðu útbúið stjórnstöð með fullkomnum fjarskiptatækjum þess tíma. Einnig áttu vera þarna matvæli, súkkulaði, vopnabúr og kort af Íslandi, sem inná voru merktir tveir áður óþekktir flugvellir. Hörður Geirsson var þátttakandi í aprílgabbinu, sem og Ragnar Hólm kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar, sem í fréttinni í gær líkti þessum fundi við gullæð. Það er von Vikudags að þessi frétt hafi vakið verðskuldaða athygli en jafnframt að þeir sem hlupu 1. apríl, erfi það ekki við starfsfólk blaðsins að hafa verið gabbaðir.