Engar niðurstöður um orsakir leka í stúku á Þórsvellinum

Hugsanlegar orsakir þess að leka hefur orðið vart í nýrri stúku á Þórsvellinum eru þær að hún hafi ekki verið nægilega járnabundin. Skýrsla Verkís hf um lekann í stúkunni var lögð fram á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar nýverið.  

Oddur Helgi Halldórsson formaður stjórnar FA segir lesa megi út úr skýrslunni að ástæður fyrir lekanum kunni að vera margvíslegar og ekki nefnd ein sérstök ástæða fyrir honum. Hugsanlegt sé að því er fram komi í skýrslunni að járnabindingar hafi ekki verið nægar miðað við þær aðstæður sem í mannvirkinu eru og sprungur komið fram í steypu af þeim sökum. „Í skýrslunni er ekki nefnd nein ákveðin ástæða þess að stúkan lekur, en nefnt að þetta geti verið einn þáttur í því," segir hann.

Á næstunni stendur til að bera þéttiefni í sprungur í steypunni og sjá til hvort lekinn stöðvist í kjölfarið. „Menn bíða færist á að fara í þetta verkefni, það tekur nokkra daga og verður stillt þannig upp að sem minnst röskun verði á starfsemi, verður væntanlega gert á milli leikja."  Oddur segir að kostnaður sé ekki umtalsverður en vissulega einhver og bagalegt sé að fram komi gallar á svo nýju mannvirki.

Nýjast