Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir hádegi í Hafnarfjarðarhöfn, eftir að eldur kviknaði í
vélarrúmi þýska frystitogarans Kiel í höfninni. Reyk lagði frá togaranum og voru allar stöðvar sendar á vettvang. Reykkafarar
fóru um borð en staðfest hefur verið að allir í áhöfninni hafi komist í land heilu og höldnu. Slökkvistarfi er lokið og engan
sakaði.
Frystitogarinn Kiel er í eigu DFFU, sem er dótturfélaga Samherja í Þýskalandi. Þetta kemur fram á mbl.is. Samherji hefur tengst
sjávarútvegi í Þýskalandi síðan árið 1995 þegar hlutur í Deutsche Fishfang Union GmbH
(DFFU) í Cuxhaven var keyptur. Móðurfélag DFFU er Cuxhavener Reederei
GmbH og dótturfélag er fiskvinnslan Icefresh GmbH, segir á vef Samherja.