Mikill eldur var í gámnum við Kiðagil og litlu munaði að eldur bærist í sjálfan leikskólann en rúða við gáminn sprakk við hitann og barst nokkur reykur inn í skólann. Áður en slökkviliðið kom á vettvang höfðu snarráðir nágrannar dregið gáminn frá skólanum og forðað frekara tjóni. Dælubíll frá slökkvistöðinni á Akureyrarflugvelli lauk slökkvistarfi við Kiðagil en reyklosa þurfti húsið. Skemmdir eru nokkrar utanhúss en einnig einhverjar reyksskemmdir innandyra.
Ekki var mikill eldur í gámnum við Sunnuhlíð en hann var fullur af pappír og tók nokkurn tíma að slökkva hann.