Einar Örn ráðinn til LA

Leikarinn Einar Örn Einarsson hefur ráðið sig til Leikfélags Akureyrar og mun hans fyrsta hlutverk vera í leikritinu Óvitum sem verður aftur tekið til sýninga hjá Leikfélaginu í lok ágúst. Einar gerði garðinn frægan í hlutverki Manna í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni, sem sýndir voru á RÚV fyrir um tuttugu árum síðan.

Einar hefur bæði reynslu af sviðsleik og kvikmyndaleik en hann lærði leiklist í London í Rose Bruford College leiklistarskólanum. Einar segist hvergi smeykur við að flytja út á land. “Nei, nei, síður en svo, mér líst bara ljómandi vel á þetta,” sagði Einar kátur í bragði.

Nýjast