Eins og fram hefur komið eru andarnefjurnar nú orðnar fjórar á Pollinum og hafa þær vakið mikla athygla bæjarbúa og gesta. Bæjaryfirvöld sáu þó ástæðu til að biðja fólk að sýna andarnefjunum tillitssemi, sérstaklega sjófarendur á litlum mótorbátum, sjóköttum eða öðru þvíumlíku. Hætt er við því að ef mikil og óvænt styggð kemur að dýrunum þá geti þau hreinlega synt upp í fjöru eða sýnt einhver ófyrirséð hræðsluviðbrögð.