Keppnin er haldin í samstarfi Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar. Þema keppninnar er Framtíðarsýn - Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur þann heiður að hringja Íslandsklukkunni auk bókarverðlauna. Úrslitin verða kunngjörð á fjölbreyttri hátíðardagskrá sem fram fer á fullveldisdaginn 1. desember. Þar munu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Stefáni B. Sigurðssyni rektor afhenda sigurvegurum smásagnakeppninnar sem lentu í fyrsta, öðru og þriðja sæti bókarverðlaun og sýning verður á öllum smásögunum sem bárust í keppnina. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.