Draupnir og Dalvík/Reynir með sigra

Draupnir og Dalvík/Reynir hófu sumarið með sigri í fyrstu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu sl. laugardag. Draupnir lagði Leikni F., 3:1, í Boganum. Óskar Þór Jónasson skoraði tvívegis fyrir Draupni í leiknum og Atli Páll Gylfason eitt mark. Mark Leiknis skoraði Vilberg Marinó Jónasson.

Á Árskógsvelli hafði Dalvík/Reynir betur gegn Magna, 2:0, með mörkum frá Hermanni Albertssyni og Gunnari Má Magnússyni. Samherjar máttu hins vegar sætta sig við 0:4 tap gegn Huginn á útivelli. Nik Anthony Chamberlain skoraði þrennu fyrir Hugin og Ívar K. Hafliðason eitt mark.

Nýjast