Draupnir bar sigurorð á ÍA er liðin áttust við á Akranesvelli í B- riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins urðu 2-1 sigur Draupnis.
Rakel Óla Sigmundsdóttir skoraði bæði mörk Draupnis í leiknum en Karítas Hrafns Elvarsdóttir skoraði mark ÍA. Eftir leikinn er Draupnir í 5. sæti riðilsins með sjö stig eftir sjö leiki.