Draupnir burstaði Samherja

Draupnir burstaði Samherja 7:1 í Boganum gærkvöld í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Davíð Jónsson og Snorri Páll Guðbjörnsson skoruðu báðir tvívegis fyrir Draupni og þeir Ægir S. Reynisson, Ingi Þór Stefánsson og Óskar Þór Jónsson skoruðu sitt markið hver. Mark Samherja skoraði László Szilágyi.

Eftir sex umferðir er Draupnir í fimmta sæti riðilsins með sjö stig en Samherjar hafa eitt stig á botninum. Sem fyrr er Dalvík/Reynir í efsta sæti riðilsins með 16 stig.

Nýjast