Draugaslóð í Innbænum á Akureyrarvöku á föstudagskvöld

Skerandi skelfileg óp, drungaleg tónlist og verur af öðrum heimi er meðal annars það sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, næstkomandi föstudagskvöld 27. ágúst kl 22:30-23:59 í Draugaslóð Minjasafnsins á Akureyri. Sögufólk verður í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús, við Gamla spítalann og Laxdalshús.  

Auk þess verður draugalegt um að litast frá kl 22-23:59. Bent er á að draugagangurinn gæti skotið ungum sálum og viðkvæmum skelk í bringu. Vert er að benda á draugaslóðin og kyngimagnaða kvöldið á safninu gæti skotið skelk í bringu ungra og viðkvæmra. Enginn aðgangseyrir er að safninu þetta kvöld. Draugaslóðin er mönnuð með annara af sjálfboðaliðum úr Leikfélagi Hörgdæla, starfsmönnum safnsins og öðrum áhugasömum velunnurum Minjasafnins á Akureyri.

Nýjast