Django- jazz festival á Akureyri hefst í kvöld

Django- Jazz Festival Akureyri 2008 verður haldinn dagana 6. til 9. ágúst og hefjast í kvöld á Græna hattinum. Þetta er í níunda sinn sem efnt er til þessarar jasshátíðar og hefur hún unnið sér fastan sess í skemmtanalífi Akureyrar. Að venju eru frábærir listamenn sem munu koma fram.

Má þar nefna Robin Nolan, sem oftast hefur verið með norska fiðlusnillinginn Ola Kvernberg og ástralska klarinettuleikarann Chris Tanner með sér, sem heimsótti okkur fyrr í sumar með hljómsveitinni The Hoodangers. Hann spilar um þessar mundir í Danmörku með dönskum kollegum. Og ekki má gleyma íslensku hljómsveitunum Hrafnasparki og Mímósa, ásamt Unni Birnu Björnsdóttur, sem opna þessa hátíð.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

Miðvikudaginn 6. ágúst á Græna hattinum kl. 21:00, miðaverð kr. 1.500:

Mímósa úr Reykjavík skipað þeim Gunnari Hilmarssyni og Hirti Steinarssyni.

Hrafnaspark frá Akureyri, skipað þeim Ólafi Hauki Árnasyni, Pétri Ingólfssyni og Jóhanni Guðmundssyni.

            Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari.

Fimmtudaginn 7. ágúst í Ketilhúsinu kl. 21:30, miðaverð kr. 2.000:

Robin Nolan Trio skipað þeim Robin Nolan, Arnoud Van Den Berg og Theodore Michael Gottsegen.

Föstudaginn 8. ágúst á Græna hattinum kl. 21:30, miðaverð kr. 2.000:

Trio Ola Kvernbert skipað þeim Ola Kvernberg, Johan Nylander og Steinar Raknes.

Laugardaginn 9. ágúst í Sjallanumkl. 21:00, miðaverð kr. 2.500:

Á þessum stórtónleikum spila allir þeir sem taldir eru upp hér að framan auk dansk/ástralska tríósins Chris and Mates en auk klarinettuleikarans Chris Tanner skipa tríóið dönunum Niels Michael Pallesen og Ronald Jan Ander.

Hægt verður að kaupa tilboðsmiða á alla tónleikana fyrir kr. 5.000.

Miðar verða seldir við innganginn.


                                                                         

 

Nýjast