Dean Martin hættur sem þjálfari KA

Dean Martin, þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu, óskaði í dag eftir því að láta af störfum sem þjálfari og leikmaður hjá KA. Samningur hans við félagið, sem var til þriggja ára, átti að renna út í lok október. Dean Martin hefur í það heila spilað vel á þriðja hundrað leiki fyrir KA, en fyrst kom hann til félagsins sem leikmaður árið 1995 og spilaði þá til ársins 2003. Hann kom síðan aftur til félagsins sem þjálfari og leikmaður árið 2008.

Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar Dean Martin fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins sem þjálfari og leikmaður, segir í fréttatilkynningu frá KA.

Nýjast