Danka og Vesna farnar frá Þór/KA

Knattspyrnukonurnar Danka Podovac og Vesna Smiljkovic, sem leikið hafa með Þór/KA í Pepsi-deildinni undanfarin sumur, eru farnar frá liðinu. Báðar spiluðu þær lykilhutverk með félaginu í sumar er Þór/KA náði sínum besta árangri í sögu félagsins.

Ljóst er að þetta er mikill missir fyrir félagið sem leikur á næsta ári í Meistaradeild Evrópu. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að ætlunin sé að fá til liðsins leikmenn sem betur falla að markmiðum liðsins.

Nýjast