Eitt stærsta skemmiferðaskipið sem kemur hingað til lands í sumar, Crown Princess, lagðist við Akureyrarhöfn í morgun. Skipið er enginn
smásmíði en það vegur alls 113 þúsund tonn. Mikið líf færðist við höfnina þegar farþegar gengu frá
borði upp úr hádeginu en þeir eru alls 3.306. Áhöfn skipsins er 1.200 manns og því eru alls um 4.500 manns sem ferðast með skipinu.