„Viðbrögð við nýföllnum hæstaréttardómi um ólögmæti gengistryggingar á lánasamningum hefur valdið óvissu um útreikninga á vöxtum og höfuðstóli samninganna. Sparnaður ehf. hefur þess vegna smíðað reiknivél til þess að reikna út stöðu lána út frá þeim forsendum sem helst hafa verið í umræðunni. Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda fólki að átta sig á áhrifum þessara mismunandi viðhorfa á lánin sín svo að það geti tekið yfirvegaða og upplýsta afstöðu til umræðunnar og hvernig skynsamlegast sé að bregðast við," segir í fréttatilkynningu. Ráðgjafar Sparnaðar reikna jafnframt út einfalda og árangursríka leið til þess að greiða hratt upp lán og spara með því háar fjárhæðir í vexti og verðbætur. Mikilvægt er að greiða svokallaðar höfuðstólsgreiðslur í réttri röð inn á lánin til þess að ná fram sem bestri niðurstöðu óháð hagsmunum lánastofnunarinnar.
Ráðgjafar Sparnaðar leggja áherslu á að fara yfir stöðu gengistryggðu lánanna næstu daganna. Það er nóg að taka með sér lánasamninginn eða síðasta greiðsluseðil. Ráðgjöfina er hægt að panta á vefsíðu Sparnaðar, www.sparnadur.is eða í síma 577 2025.