Búið að virkja nýja lind í Grenivíkurfjalli

Á Grenivík hefur borið á vatnsskorti á þessu ári, ekki síst eftir að fiskvinnsla Gjögurs fór inn á vatnsveituna. Búið er að virkja nýja lind í Grenivíkurfjalli og verið er að virkja aðra. Vonast er til að framkvæmdum verði lokið fyrir veturinn en með þeim á vatnsskortur að heyra sögunni til.  

Þó svo að verið sé að bæta vatnsbúskap þorpsbúa þýðir það ekki að við getum gengið um þessa auðlind sem ótæmandi væri, segir á vef Grýtubakkahrepps. Þegar rennur á fullu úr sverum lögnum til lengdar er vatnstankurinn fljótur að tæmast og eru notendur beðnir að hafa það í huga.

Nýjast