„Þetta fór rólega af stað, en svo gerir spáin ráð fyrir að hitastig fari hækkandi um komandi helgi, en ég held þetta eigi allt að sleppa til," segir hann. Mikil hálka var á götum bæjarins í morgun, en Gunnþór sagði það standa til bóta, vélar fóru snemma af stað og verður unnið við að sandbera fram eftir degi.