Búið að moka frá ræsum og opna niðurföll

Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar voru önnum kafnir í gær við að moka frá ræsum og opna niðurföll, en  veður var gott í gær og fór að hlána. „Við erum vel undirbúnir og náðum að klára þau verkefni sem fyrir lágu að mestu leyti," segir Gunnþór Hákonarson hjá framkvæmdamiðstöð.   

„Þetta fór rólega af stað, en svo gerir spáin ráð fyrir að hitastig fari hækkandi um komandi helgi, en ég held þetta eigi allt að sleppa til," segir hann. Mikil hálka var á götum bæjarins í morgun, en Gunnþór sagði það standa til bóta, vélar fóru snemma af stað og verður unnið við að sandbera fram eftir degi.

Nýjast