Bryndís Rún keppir í þremur greinum á EM í 25 laug

Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, keppir í þremur greinum á Evrópumeistaramótinu í 25 m braut sem hefst í Eindhoven í Hollandi á fimmtudaginn næstkomandi og lýkur á sunnudag. Bryndís keppir í 50 flugsundi föstudaginn 26. nóvember, 100 m flugsundi á laugardeginum og endar á 50 m skriðsundi á sunnudeginum.

Íslensku sundmennirnir eru alls fimm á mótinu og eru auk Bryndísar þau Hrafn Traustason, SH, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH, Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, og Ragney Líf Stefánsdóttir (KR) frá Íþróttasambandi fatlaðra.Þjálfarar eru Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og Kristján Jóhannesson.

Nýjast