Bryndís komst ekki áfram í fjórsundi

Sundkonan Bryndís Rún Hansen hefur lokið keppni í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikum ungmenna sem haldið er þessa dagana í Singepore. Bryndís keppti í 200 m fjórsundi í gær og komst ekki áfram. Í dag keppir Bryndís í 100 m skriðsundi og á morgun, þriðjudag keppir hún í 50 flugsundi.

Nýjast