Kolbrún Sigurgeirsdóttir tekur sæti aðalmanns umhverfisnefnd Akureyrar í stað Björns Ingimarssonar, sem hefur verið ráðinn
bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Þá tekur Kristinn Frímann Árnason sæti varamanns í nefndinni í stað Ragnars
Sigurðssonar. Sigurjón Jóhannesson tekur sæti aðalmanns í Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra, í stað Kolbrúnar og Jóna
Jónsdóttir tekur sæti varamanns í stað Kristins Frímanns.
L-listinn hefur einnig kynnt breytingu í skólanefnd. Sigrún Björk Sigurðardóttir tekur sæti sem aðalmaður í nefndinni í stað
Herdísar R. Arnórsdóttur.