Breytingar á aðalskipulagi í landi Hlíðarenda samþykktar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta skipulagsnefndar um breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, varðandi landnotkun í landi Hlíðarenda. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins en engar athugasemdir bárust. Fyrirtækið SS Byggir hyggur á umfangsmikla uppbyggingu á þessu svæði.  

SS Byggir keypti um 28 hektara af landi Hlíðarenda, þar sem fyrirtækið hyggst reisa umfangsmikla frístundabyggð. Svæðið hefur fengið nafnið Hálönd og gera áætlanir ráð fyrir 100 orlofshúsum, skálum til að hýsa stærri hópa, þjónustuhúsum og hóteli. Hér er um að ræða verkefni til að minnsta kosti 10 ára, með 20-30 ársverk og er áætlaður kostnaður við uppbygginguna milljarðar króna. Stefnt er að því að taka 10 orlofhús í notkun á næsta ári.

Nýjast