Blöndulína 3 verði sett í farveg núverandi línustæðis

Skipulagsnefnd Akureyrar gerir athugasemdir við tillögu að matsáætlun Landsnets um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar Blöndulínu 3. Nefndin bendir m.a. á að Svæðisskipulag Eyjafjarðar var fellt úr gildi fyrr á þessu ári og að nýtt svæðisskipulag sé í vinnslu.

 

Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að framhald línunnar í landi Akureyrarkaupstaðar hafi ekki verið ákveðið og því sé ekki tímabært að taka það inn í matsáætlun. Nefndin leggur til að á þessu stigi verði línan sett í farveg núverandi línustæðis frá Hrappstöðum að tengivirki við Rangárvelli. Lega línunnar sunnan eða ofan Rangárvallatengivirkis verði ekki tekin inn í matsáætlun fyrr en staðsetning hennar liggur fyrir og ákveðið hefur verið hvert verði framhald hennar innan Akureyrarkaupstaðar og síðan áfram um Eyjafjarðarsveit.

Nýjast