Þá tók hann þátt í Evrópubikarnum og náði góðum árangri á mörgum þeirra. Björgvin varð
þrefaldur Íslandsmeistari á Skíðamóti íslands í vor. Þar vann hann svig, stórsvig og alpatvíkeppnina. Þá vann hann
FIS móta seríu sem haldin var samhliða Skíðamóti Íslands Þriðja árið í röð vann Björgvin Eysteinsbikarinn,
veglegan bikar og eitt þúsund dollara að gjöf fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn
taka þátt í ár hvert. Þennan veglega verðlaunagrip og verðlaunafé gefur hinn fyrrum skíðameistari Eysteinn Þórðarson og
eiginkonan Pamela en þau eru búsett í Angels Falls í Californíufylki á vesturströnd Bandaríkjanna.
Besti árangur Björgvins á mótum erlendis er þessi.
Varð í 2. sæti í svigi í Cran í Slóveníu og hlaut 19.77 FIS stig.
Varð í 2. sæti í svigi í Rogla í Slóveníu og hlaut 16.91 FIS stig.
Varð Eyjaálfubikarmeistari
Björgvin stefnir á Ólympíuleikana í Vankuver í Kanada árið 2010 og er undirbúningur þegar hafin fyrir leikana. Frammistaða Björgvins á síðustu árum er það góð að hann er á B styrk hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Björgvin er í dag númer 123 á heimslista í svigi með 15.27 FIS stig og stórsvigi númer 191 með 20.13 FIS stig.
Kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar lýst í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þann 30. desember sl. Eftirtaldir
íþróttamenn voru tilnefndir:
Agnar Snorri Stefánsson - hestaíþróttir
Björgvin Björgvinsson - skíði
Eva Hrönn Arnardóttir - sund
Harpa Lind Konráðsdóttir - frjálsar íþróttir
Hákon Hafþórsson - körfuknattleikur
Jóhann Hreiðarsson - knattspyrna
Sigurður Ingvi Rögnvaldsson - golf
Einnig hlaut Sigfríð Valdimarsdóttir viðurkenningu en hún varð Íslandsmeistari í sjóstangveiði í ellefta sinn!