Kylfingurinn Björgvin Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, fór holu í höggi í 9. sinn á ferlinum á golfvelli
Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri í morgun. Björgvin náði þessu draumahöggi á 11. holu með 9 járni og var boltafarið 1,5 metra
frá holu.