Kylfingurinn Björgvin Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, gerir það ekki endasleppt á Jaðarsvellinum á Akureyri. Björgvin
fór holu í höggi í 9. sinn á ferlinum í gærmorgun og í dag gerði hann sér lítið fyrir og fór aftur holu í
höggi og nú í 10. sinn. Enginn kylfingur hefur farið oftar holu í höggi en Björgvin. Í dag fór hann holu í höggi á 6. braut.
Hann notaði 7 járn við höggið, boltinn lenti á flötinni og rúllað beint í holu. Sjötta braut á Jaðarsvelli er 166 metra
löng.