Bjartmar Örnuson keppir á Norðurlandamóti 22 ára og yngri í Svíþjóð

Bjartmar Örnuson frá UFA er einn fimm Íslendinga sem keppir á Norðurlandamóti 22 ára og yngri frjálsum íþróttum, sem haldið verður í Söderhamn í Svíþjóð um helgina. Átta íslenskir frjálsíþróttamenn náðu lágmörkum á mótið en fimm þeirra taka þátt í mótinu.

Þeir eru: Fjóla Signý Hannesdóttir HSK sem keppir í 400m grindarhlaupi og hástökki, Örn Davíðsson FH keppir í spjótkasti, Bjartmar Örnuson UFA keppir í 800m hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson HSÞ keppir í langstökki og Guðmundur Sverrisson ÍR keppir í spjótkasti.

Nýjast