Veðurspáin er hins vegar góð þannig að það má reikna með að margir leggi land undir fót og fjölmenni á hátíðina. Mikill erill hefur skapast í skemmtanalífinu í miðbæ Akureyrar í kringum Bíladagana undanfarin ár og segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, að lögreglan búi sig undir helgina á hefðbundinn hátt. „Hátíðin hefur ekki farið versnandi og við búum okkur bara undir hana eins og hverja aðra stóra ferðahelgi og reiknum með fullt af fólki," segir Daníel.
Nánari dagskrá um Bíladaga má nálgast á vefnum www.ba.is.