30. nóvember, 2010 - 16:41
Nýjar fréttir voru að berast af Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára stúlku frá Akureyri, sem fékk hjartaáfall
í sundtíma í Sundlaug Akureyrar á miðvikudag í síðustu viku. "Kominn er meiri sláttur í hjartað hennar og lungun
örlítið betri. Læknarnir í Gautaborg eru nú að prufa að slökkva á lungna- og hjartavélinni og athuga hvernig henni gengur að spjara
sig sjálf," segir í færslu systkina hennar, Sigmars og Herdísar á Facebook.
Facebook síðan ber heitið; Hjálpum Helgu Sigríði og fjölskyldu hennar.