Bara-flokkurinn spilar á Akureyri eftir 25 ára hlé

Föstudagskvöldið 3. september kl. 20.00 koma fram norðlensk ættaðar hljómsveitir í menningarhúsinu Hofi, Þetta eru hljómsveitir sem njóta, eiga eftir og hafa notið vinsælda um allt land. Hljómsveitirnar eru; Hvanndalsbræður, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Heflarnir og Bara-flokkurinn. Kynnir er Rögnvaldur Gáfaði.  

Heflarnir er ný hljómsveit skipuð: Kristjáni Pétri Sigurðssyni söngvara, Arnari Tryggvasyni hljómborð, Rögnvaldi gáfaða bassa og Trausta Ingólfssyni trommur. Bara-flokkurinn kemur nú saman eftir 10 ára hlé en sveitin hefur ekki spilað í sínum heimabæ, Akureyri, í 25 ár. Þeim til aðstoðar eru Ásgeir Sæmundsson hljómborð, bakraddir og Björgvin Ploder slagverk, bakraddir. Bara-flokkurinn var starfandi á árunum 1980-1985 og naut gífulegrar vinsælda um allt land. Á þeim árum gaf hljómsveitin út þrjár hljómplötur, Bara-flokkurinn (1981), Lizt (1982) og Gas (1983) einnig Zahir (2000) Bara-flokkurinn var ein af hljómsveitunum sem kom fram í myndinni Rokk í Reykjavík.

Nýjast