18. október, 2010 - 20:01
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra samþykkti á fundi sínum nýlega að óska eftir því við framkvæmdaráð að
Kjarnaskógur og Lystigarðurinn verði framlag Akureyrarkaupstaðar til verkefnis Ferðamálastofu; "Bætt aðgengi að ferðamannastöðum á
Íslandi". Nefndin áskildi sér þó rétt til að óska eftir að fleiri stöðum verði bætt við á seinni stigum.
Framkvæmdaráð samþykkti á síðasta fundi sínum að fela starfsmönnum framkvæmdeildar að taka saman lista yfir
þær úrbætur sem ráðast þarf í til að aðgengi fyrir fatlaða í Lystigarðinum og í Kjarnaskógi teljist
fullnægjandi.