Óskað er eftir að Akureyrarkaupstaður veiti trénu viðtöku með viðeigandi hætti og gróðursetji á stað þar sem það gæti notið sín og minnt á sögu ræktunarmenningar í landinu. Framkvæmdaráð þakkaði gjöfina og samþykkti að velja trénu stað í garði gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.