22. september, 2010 - 16:49
Bæjarstjórn Akureyrar staðfesti á fundi sínum í gær, tillögur skipulagsnefndar að falla frá auglýstri tillögur að
deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit og að láta vinna heildstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti,
Drottningarbraut og Austurbrú.
Tillögurnar voru samþykktar í bæjarstjórn með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar en Hermann Jón Tómasson sat
hjá við afgreiðslu.