Bæjarráði barst nýlega erindi frá Strætó bs. þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórnin gefi akureyrskum háskólanemum í Reykjavík kost á að fá fríkort í strætisvagnana þar. Kostnaður við almenningssamgöngur á Akureyri er að fullu greiddur úr bæjarsjóði. Allir þeir sem þess óska geta ferðast með strætisvögnum Akureyrar án endurgjalds, þar á meðal nemendur í skólum Akureyrar sem búsettir eru í öðrum sveitarfélögum, segir í bókun bæjarráðs.