"Höfðum við samband við Guðmund Heiðar Frímannsson doktor í siðfræði, prófessor við Háskólann á Akureyri. Tók hann okkur vinsamlega og hefur sett upp fyrir okkur námskeið, sem við munum sitja, allir bæjarfulltrúar og formenn nefnda á vegum L-listans,listafólksins. Þar mun Guðmundur, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni doktor í stjórnmálafræði og prófessor við Háskólann á Akureyri fara yfir helstu atriði sem þetta varðar og leiðbeina okkur," segir Oddur Helgi.