Bæjarfulltrúar L-listans og formenn nefnda á siðfræðinámskeið

Eftir stórsigur í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri í vor, þar sem L-listinn, listi fólksins, fékk 6 bæjarfulltrúa af 11, kom upp sú staða , sem ekki hefur verið á Akureyri áður, að eitt stjórnmálaafl náði hreinum meirihluta. "Vandi fylgir vegsemd hverri og völdum fylgir ábyrgð. Því ákváðum við að styrkja okkur með að fá fagfólk til að fara yfir siðfærði með okkur," segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans.  

"Höfðum við samband við Guðmund Heiðar Frímannsson doktor í siðfræði, prófessor við Háskólann á Akureyri. Tók hann okkur vinsamlega og hefur sett upp fyrir okkur námskeið, sem við munum sitja, allir bæjarfulltrúar og formenn nefnda á vegum L-listans,listafólksins. Þar mun Guðmundur, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni doktor í stjórnmálafræði og prófessor við Háskólann á Akureyri fara yfir helstu atriði sem þetta varðar og leiðbeina okkur," segir Oddur Helgi.

Nýjast