BA keppendur sigursælir í sandspyrnunni

Keppendur frá Bílaklúbbi Akureyrar voru sigursælir þegar önnur umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu fór fram í Garðssandi sl. helgi. Keppendur BA unnu í öllum flokkum nema einum. Í flokki vélsleða var það Stefán Þengilsson sem sigraði, í unglingaflokki var það Kristófer Daníelsson sem bar sigur úr býtum, Guðmundur Gústafsson sigraði á fjórhjóli og Björgvin Ólafsson sigraði í keppni á fólksbílum.

Í flokki jeppa sigraði Stefán Bjarnhéðinsson en Magnús Bergsson sigraði í útbúnum jeppum. Í opnum flokki sigraði Kristján Skjóldal og sérsmíðuðum ökutækjum var það Grétar Franksson frá KK sem sigraði.

Nýjast